Jafnašarmenn og barįtta fyrir velferš ķ gegnum įrin.

Kęri Kjósandi

Nś žegar stutt er ķ kosningar er ekki śr vegi aš telja upp nokkur mikilvęg atriši, sem jafnašarmenn hafa įorkaš ķ gegnum tķšina. Veigamikil atriši sem breyttu žjóšfélaginu og hafa stórbętt lķfsgęši okkar allra og fęrt okkur aukiš frelsi, jafnrétti og velferš, sem almenningur fyrri tķma naut alls ekki.  Hreyfing jafnašarmanna var stofnuš ķ žeim tilgangi aš frelsa öreigalżš śr višjum fįtęktar meš afli samįbyrgšar og samstöšu. Jafnašarmenn fyrri tķma unnu ötulega aš žvķ aš krefjast og koma į grunnréttindum almennings, réttindum, sem okkur finnast sjįlfsögš nś į dögum. Į fyrri hluta 20. aldar var krafist og komiš į samningsrétti um kaup og kjör, um vinnutķma og ašbśnaš į vinnustöšum, auknu starfsöryggi, atvinnuleysistryggingum. Žį voru og lķfeyrissjóšir stofnašir til aš tryggja öldrušum višurvęris ķ ellinni. Jafnašarmenn beittu sér einnig fyrir jöfnum tękifęrum til nįms óhįš efnahag og jöfnun kosningaréttar karla og almennum kosningarétt til handa konum. Žį mį einnig telja fram mikilvęg mįlefni eins og skylduašild aš sjśkra- og almannatryggingum, jafnari tekjuskiptingu launafólks og tekjutilfęrslum til handa bįgstöddum og félagslegar lausnir ķ hśsnęšismįlum. Žaš mį žvķ til sannsögu fęra aš jafnašarmenn hafa fęrt fólki stóraukiš lżšręši, frelsi, jafnrétti og almenna velferš. Žessi vinna kostaši blóš, svita og tįr og stöndum viš ķ žakkarskuld viš žessu óeigingjörnu jafnašarmenn, sem létu mįlefni lķtilmagnans sig varša. Vegferš jafnašarmann hefur haldiš įfram allt til okkar daga og betur mį ef duga skal og er vegferšinni langt ķ frį lokiš. Stušningur žinn kęri kjósandi er afar mikilvęgur til aš bęta enn lķfskjör almennings og stušla aš meiri velferš til handa okkur ķbśum. Kjósum flokk jafnašarmanna, Samfylkinguna ķ sveitastjórnarkosningunum ķ Mosfellsbę, laugardaginn 29. maķ nęstkomandi. Lifiš heil.

Jónas Rafnar Ingason

5. sęti į lista Samfylkingarinnarķ Mosfellsbę


« Sķšasta fęrsla

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband