Færsluflokkur: Fjármál

Geir, ekki blekkja þjóðina meir.

Geir segir:

Það var í sjálfu sér eðlilegt og ekki hægt að kenna þeirri stefnu um, enda bætti hún lífskjörin hér stórlega í mörg ár. En þarna ætluðu menn sér um of, og því voru menn óviðbúnir þegar fjármálaóviðrið skall á okkur. Þegar þarna var komið sögu, um mánaðamótin september-október, var staðan sú að við vorum ekki fær um að bjarga þessu kerfi.

Ekki bætti svo úr skák hvernig Bretar höguðu sér, bæði með beitingu hryðjuverkalaganna og hvernig starfsemi Kaupþings í Bretlandi var tekin yfir, sem að stofni til var 100 ára gamall breskur banki. Sú staða kom okkur gersamlega í opna skjöldu, við töldum að Kaupþing myndi lifa þetta af, alveg fram á síðustu stundu," segir Geir í ítarlegri umfjöllun Morgunblaðsins.

  Áttu nú bankarnir að vera viðbúnir beitingu hryðjuverkalaganna? Hvers vegna skyldi bretinn hafa beitt þeim? Ætli Geir viti ekki manna best um það enda átti hann í viðræðum við forráðamenn breta klukkutímum áður en ríkistjórnin setti á neyðarlög til að komast hjá því að ábyrgjast gömlu bankana. Er ekki nokkuð ljóst að fyrsta "strategía" Geirs og kó var að reyna að koma sér undan að ábyrgjast nokkurn skapaðan hlut og þess vegna beitti bretinn hryðjuverkalöggjöf sinni. Hefði bretinn beitt þessari löggjöf ef ríkisstjórn Íslands hefði ekki sett á neyðarlögin? Hefði þá ekki Kauðþing lifað og jafnvel Landsbankinn líka? Þetta er lykilatriði sem þarf að rannsaka nánar.


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband