Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
25.5.2010 | 23:59
Jafnaðarmenn og barátta fyrir velferð í gegnum árin.
Kæri Kjósandi
Nú þegar stutt er í kosningar er ekki úr vegi að telja upp nokkur mikilvæg atriði, sem jafnaðarmenn hafa áorkað í gegnum tíðina. Veigamikil atriði sem breyttu þjóðfélaginu og hafa stórbætt lífsgæði okkar allra og fært okkur aukið frelsi, jafnrétti og velferð, sem almenningur fyrri tíma naut alls ekki. Hreyfing jafnaðarmanna var stofnuð í þeim tilgangi að frelsa öreigalýð úr viðjum fátæktar með afli samábyrgðar og samstöðu. Jafnaðarmenn fyrri tíma unnu ötulega að því að krefjast og koma á grunnréttindum almennings, réttindum, sem okkur finnast sjálfsögð nú á dögum. Á fyrri hluta 20. aldar var krafist og komið á samningsrétti um kaup og kjör, um vinnutíma og aðbúnað á vinnustöðum, auknu starfsöryggi, atvinnuleysistryggingum. Þá voru og lífeyrissjóðir stofnaðir til að tryggja öldruðum viðurværis í ellinni. Jafnaðarmenn beittu sér einnig fyrir jöfnum tækifærum til náms óháð efnahag og jöfnun kosningaréttar karla og almennum kosningarétt til handa konum. Þá má einnig telja fram mikilvæg málefni eins og skylduaðild að sjúkra- og almannatryggingum, jafnari tekjuskiptingu launafólks og tekjutilfærslum til handa bágstöddum og félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Það má því til sannsögu færa að jafnaðarmenn hafa fært fólki stóraukið lýðræði, frelsi, jafnrétti og almenna velferð. Þessi vinna kostaði blóð, svita og tár og stöndum við í þakkarskuld við þessu óeigingjörnu jafnaðarmenn, sem létu málefni lítilmagnans sig varða. Vegferð jafnaðarmann hefur haldið áfram allt til okkar daga og betur má ef duga skal og er vegferðinni langt í frá lokið. Stuðningur þinn kæri kjósandi er afar mikilvægur til að bæta enn lífskjör almennings og stuðla að meiri velferð til handa okkur íbúum. Kjósum flokk jafnaðarmanna, Samfylkinguna í sveitastjórnarkosningunum í Mosfellsbæ, laugardaginn 29. maí næstkomandi. Lifið heil.
Jónas Rafnar Ingason
5. sæti á lista Samfylkingarinnarí Mosfellsbæ
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)