Mikilvægt að störf kjörinna fulltrúa okkar byggist á heiðarleika

Grein úr jólablaði Samfylkingarblaðsins í Mosfellsbæ:

Eftir Jónas Rafnar Ingason.

Þá fer að líða að kosningum, enn á ný. Ekki eru nema fáir mánuðir síðan landsmenn þyrptust að atkvæðakössunum og kusu til Alþingis íslendinga, eftir einu mestu umbreytingatíma í nútímasögu ríkisins. Umbreytingar, sem í reynd var algert hrun fjármálakerfis Íslands og skók innviði samfélagsins með geigvænlegum afleiðingum. Umbreytingarnar voru ekki kallaðar fram af hugsjónum umbreytingarsinna, heldur óráðsíu áhrifaríkra fjármálamanna og aðgerðaleysi og röngum ákvörðunum eftirlitsstofnanna, embættismanna og stjórnmálamanna. Hrunið hefur leitt til mikillar kjaraskerðingar fyrir almenning og atvinnumissi fyrir margan.

Á komandi misserum munum við sjá þrengja að fjárhag sveitafélaga og þjónustu við almenning, einnig hér í Mosfellsbæ. Það er því afar mikilvægt að þeir stjórnmálamenn, sem nú stjórna og munu taka við eftir kosningar verji velferðarkerfið eins og unnt er og standi vörð um hagsmuni almennings og þá helst þá, sem minna mega sín. Jafnaðarmenn hafa valið sér kjörorðin, frelsi, jafnrétti og bræðralag og hefur sennilega sjaldan verið eins mikilvægt og núna að ráðamenn stjórni með þau kjörorð að leiðarljósi.

Jafnaðarmenn hafa komið mörgu góðu til leiðar í okkar samfélagi og þó víðar væri leitað, eins og fram kemur í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson í þessu blaði. Það er afar mikilvægt að jafnaðarmenn haldi þessu á lofti til að almenningur viti, hver virkilega ber hag þeirra fyrir brjósti. Ekki stundarhagsmuni valdastétta, heldur hagsmuni almennings allra kynslóða. Það eru fjölmargir, sem um þessar mundir eiga um sárt að binda og er mikilvægt að við öll þjöppum okkur saman og reynum að styðja þá, sem okkur eru næstir, hvert annað, til að við komumst út úr kreppunni með samheldni og bræðralag að leiðarljósi. Það er mikilvægt að störf kjörinna fulltrúa okkar byggist á heiðarleika og ekki minnst gegnsæi. Það eru þó ekki aðeins kjörnir fulltrúar okkar, sem þurfa að tileinka sér þessar góðu dyggðir, það þurfum við öll að gera og með því sýna komandi kynslóðum gott fordæmi.

Þau tímamót verða í starfi fyrir Samfylkingunnar í Mosfellsbæ fyrir kosni,ngarnar í vor að í fyrsta sinn verður haldið prófkjör til að velja frambjóðendur á listann. Samfylkingafólk í Mosfellsbæ er hvatt til að bjóða sig fram í prófkjörinu og taka þátt. Kjósum réttlæti og samúð með lítilmagnanum, kjósum Samfylkinguna til áhrifa í Mosfellsbæ fyrir betra samfélagi.

Greinarhöfundur býr og starfar í Mosfellsbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband