17.1.2010 | 21:53
Jafnrétti og jöfnuður; sterkara lýðræði
Flestir viðurkenna í dag að jafnrétti eigi rétt á sér. Samt er það kannski sjaldan í hávegum haft og takmarkaður jöfnuður notaður, sem sporsla til lýðsins fyrir að halda ró sinni og sætta sig við sinn rýra hlut. Í raun er ryki slegið í augu fólks í boði ýmissa hagsmunasamtaka. Þessu berum við jafnaðarmenn skyldu til að breyta, þó fyrr hafi verið. Það þarf nýja stjórnarskrá sem byggir á nýjum tímum, að styrkja lýðræðið með því að færa völd frá kjörnum fulltrúum til fólksins og koma í veg fyrir þá spillingu og misskiptingu sem hefur verið við lýði allt of lengi á Íslandi og þó víða væri leitað. Jöfnuður getur oft verið jafnrétti, en jafnrétti er í raun ekki jöfnuður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.