4.1.2009 | 00:25
Alvöru lýðræði, alvöru kosningar!
Í huga mér er það allra mikilvægasta skrefið í átt að alvöru lýðræði á Íslandi að breyta framkvæmd kosninga, til að koma í veg fyrir ríkjandi flokksræði, á þann veg að opin prófkjör fari fram samhliða kosningum til alþingis.
Á kjördegi geti kjósendur skipt atkvæði sínu, óháð listum/flokkum, á 15 til 20 frambjóðendur eða valið sérstakann lista/flokk.
Til þess að geta sett nafn sitt á lista flokks eða sem óháður þyrfti viðkomandi frambjóðandi að hafa safnað t.d. 1.500 meðmælum. Hver flokkur gæti stillt upp sínum frambjóðendum í röð, sem kjósendur geta samþykkt með því að velja listann. Það myndi jafngilda því að velja fyrstu 15-20 frambjóðendur listans, sem kosinn er. Með þessu fyrirkomulagi er enginn öruggur með þingsæti fyrr en öll atkvæði hafa verið talin og flokkarnir ættu hægara um vik að koma sama fólkinu sífellt í öruggt skjól.
Þetta gæfi kjósendum betri möguleika til að hafa áhrif á hverjir eru kosnir á alþingi, óháð listum og í raun koma í veg fyrir að rótgrónir "flokksmenn" komist sífellt á þing í skjóli lokaðs prófkjörs eða uppsetningu að hálfu flokksstjórnar.
Allar þær breytingar til betri stjórnarhátta og siðmenningar í stjórnmálum á Íslandi, sem eru aðkallandi, eru að mínu mati undir því komnar að breyta fyrirkomulagi kosninga til alþingis í átt að virkari lýðræði. Lýðræði sem valdið getur ekki afskræmt.
Þetta er að mínu mati mikilvægara en sú sjálfsskoðun, sem yfirvaldið hefur skipað á sjálfu sér. Það getur bara eitt komið út úr henni og við vitum það innst inni öll sömul.
Gott og farsælt nýtt ár!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.