Bjargráðasjóður heimilana

Ég er að velta fyrir mér hvort að það væri ekki bjargráð fyrir ríkisstjórnina að leggja um 10 milljarða í bjargráðasjóð til að veita fólki í tímabundnum greiðsluerfiðleikum lán á föstum vöxtum (hugsanlega 10%) án afborgana í 1 - 3 ár. Á þann hátt getur fólk tryggt sér að ekki verði gengið að eignum þess þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sökum atvinnuleysis, hækkunar afborgana lána ofl. Þegar ástandið í þjóðfélaginu batnar getur fólk greitt þetta tilbaka á nokkrum árum og hugsanlega endurfjármagnað í gegnum Íbúðarlánasjóð þegar veðhlutfall batnar í fasteignum viðkomandi og afborganir lána lækka vegna styrkingu krónunnar eða upptöku nýs gjaldmiðils. Með þessu móti væri mögulegt á sanngjarnan hátt að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila. Þessi aðferð er einföld og þarfnast ekki inngrip í vísitölutryggingu lána.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband