24.4.2009 | 15:40
Mikilvægar kosningar
Góðir landsmenn, nú ganga í garð sennilega mikilvægustu kosningar frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Mikilvægt er að sú upphreinsun sem hafin er haldi áfram eftir kosningar, hönd í hönd við uppbyggingu efnahags landsins eftir hrunið mikla. Það var mikið reiðarslag að íhaldið kom í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og ekki minnst kosningalöggjöf, sem opnaði á persónukjör. Persónukjörið er nefnilega að mínu mati, einhver mikilvægasta breyting, sem þörf er á til að minnka vægi flokksræðis. Stjórnmálamenn hafa á síðustu dögum verið í önnum við að segja okkur hversu mikilvægt það er að kjósa þann flokk sem þeir tilheyra. Fáar trúverðugar lausnir eru þó bornar á borð og mikið um sígild kosningaloforð sem hverfa eins og dögg fyrir sólu að kosningum afstöðnum. Að mínu mati eru lausnir Samfylkingarinnar í efnahags-, atvinnu-, og velferðarmálum þær einu sem eru trúverðugar og til þess fallnar að skapa langtíma grundvöll fyrir uppbyggingu á réttlátara samfélagi. Ég segi því X-S og vonast til að sem flestir sjái sér fært að veita Samfylkingunni liðfylgi á þessum mikilvægu tímamótum í lýðveldissögu Íslands. X-S
Kveðja, Jónas Rafnar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.