Jafnaðarmenn og barátta fyrir velferð í gegnum árin.

Kæri Kjósandi

Nú þegar stutt er í kosningar er ekki úr vegi að telja upp nokkur mikilvæg atriði, sem jafnaðarmenn hafa áorkað í gegnum tíðina. Veigamikil atriði sem breyttu þjóðfélaginu og hafa stórbætt lífsgæði okkar allra og fært okkur aukið frelsi, jafnrétti og velferð, sem almenningur fyrri tíma naut alls ekki.  Hreyfing jafnaðarmanna var stofnuð í þeim tilgangi að frelsa öreigalýð úr viðjum fátæktar með afli samábyrgðar og samstöðu. Jafnaðarmenn fyrri tíma unnu ötulega að því að krefjast og koma á grunnréttindum almennings, réttindum, sem okkur finnast sjálfsögð nú á dögum. Á fyrri hluta 20. aldar var krafist og komið á samningsrétti um kaup og kjör, um vinnutíma og aðbúnað á vinnustöðum, auknu starfsöryggi, atvinnuleysistryggingum. Þá voru og lífeyrissjóðir stofnaðir til að tryggja öldruðum viðurværis í ellinni. Jafnaðarmenn beittu sér einnig fyrir jöfnum tækifærum til náms óháð efnahag og jöfnun kosningaréttar karla og almennum kosningarétt til handa konum. Þá má einnig telja fram mikilvæg málefni eins og skylduaðild að sjúkra- og almannatryggingum, jafnari tekjuskiptingu launafólks og tekjutilfærslum til handa bágstöddum og félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Það má því til sannsögu færa að jafnaðarmenn hafa fært fólki stóraukið lýðræði, frelsi, jafnrétti og almenna velferð. Þessi vinna kostaði blóð, svita og tár og stöndum við í þakkarskuld við þessu óeigingjörnu jafnaðarmenn, sem létu málefni lítilmagnans sig varða. Vegferð jafnaðarmann hefur haldið áfram allt til okkar daga og betur má ef duga skal og er vegferðinni langt í frá lokið. Stuðningur þinn kæri kjósandi er afar mikilvægur til að bæta enn lífskjör almennings og stuðla að meiri velferð til handa okkur íbúum. Kjósum flokk jafnaðarmanna, Samfylkinguna í sveitastjórnarkosningunum í Mosfellsbæ, laugardaginn 29. maí næstkomandi. Lifið heil.

Jónas Rafnar Ingason

5. sæti á lista Samfylkingarinnarí Mosfellsbæ


Jafnrétti og jöfnuður; sterkara lýðræði

Flestir viðurkenna í dag að jafnrétti eigi rétt á sér. Samt er það kannski sjaldan í hávegum haft og takmarkaður jöfnuður notaður, sem sporsla til lýðsins fyrir að halda ró sinni og sætta sig við sinn rýra hlut. Í raun er ryki slegið í augu fólks í boði ýmissa hagsmunasamtaka. Þessu berum við jafnaðarmenn skyldu til að breyta, þó fyrr hafi verið. Það þarf nýja stjórnarskrá sem byggir á nýjum tímum, að styrkja lýðræðið með því að færa völd frá kjörnum fulltrúum til fólksins og koma í veg fyrir þá spillingu og misskiptingu sem hefur verið við lýði allt of lengi á Íslandi og þó víða væri leitað.  Jöfnuður getur oft verið jafnrétti, en jafnrétti er í raun ekki jöfnuður.


Mikilvægt að störf kjörinna fulltrúa okkar byggist á heiðarleika

Grein úr jólablaði Samfylkingarblaðsins í Mosfellsbæ:

Eftir Jónas Rafnar Ingason.

Þá fer að líða að kosningum, enn á ný. Ekki eru nema fáir mánuðir síðan landsmenn þyrptust að atkvæðakössunum og kusu til Alþingis íslendinga, eftir einu mestu umbreytingatíma í nútímasögu ríkisins. Umbreytingar, sem í reynd var algert hrun fjármálakerfis Íslands og skók innviði samfélagsins með geigvænlegum afleiðingum. Umbreytingarnar voru ekki kallaðar fram af hugsjónum umbreytingarsinna, heldur óráðsíu áhrifaríkra fjármálamanna og aðgerðaleysi og röngum ákvörðunum eftirlitsstofnanna, embættismanna og stjórnmálamanna. Hrunið hefur leitt til mikillar kjaraskerðingar fyrir almenning og atvinnumissi fyrir margan.

Á komandi misserum munum við sjá þrengja að fjárhag sveitafélaga og þjónustu við almenning, einnig hér í Mosfellsbæ. Það er því afar mikilvægt að þeir stjórnmálamenn, sem nú stjórna og munu taka við eftir kosningar verji velferðarkerfið eins og unnt er og standi vörð um hagsmuni almennings og þá helst þá, sem minna mega sín. Jafnaðarmenn hafa valið sér kjörorðin, frelsi, jafnrétti og bræðralag og hefur sennilega sjaldan verið eins mikilvægt og núna að ráðamenn stjórni með þau kjörorð að leiðarljósi.

Jafnaðarmenn hafa komið mörgu góðu til leiðar í okkar samfélagi og þó víðar væri leitað, eins og fram kemur í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson í þessu blaði. Það er afar mikilvægt að jafnaðarmenn haldi þessu á lofti til að almenningur viti, hver virkilega ber hag þeirra fyrir brjósti. Ekki stundarhagsmuni valdastétta, heldur hagsmuni almennings allra kynslóða. Það eru fjölmargir, sem um þessar mundir eiga um sárt að binda og er mikilvægt að við öll þjöppum okkur saman og reynum að styðja þá, sem okkur eru næstir, hvert annað, til að við komumst út úr kreppunni með samheldni og bræðralag að leiðarljósi. Það er mikilvægt að störf kjörinna fulltrúa okkar byggist á heiðarleika og ekki minnst gegnsæi. Það eru þó ekki aðeins kjörnir fulltrúar okkar, sem þurfa að tileinka sér þessar góðu dyggðir, það þurfum við öll að gera og með því sýna komandi kynslóðum gott fordæmi.

Þau tímamót verða í starfi fyrir Samfylkingunnar í Mosfellsbæ fyrir kosni,ngarnar í vor að í fyrsta sinn verður haldið prófkjör til að velja frambjóðendur á listann. Samfylkingafólk í Mosfellsbæ er hvatt til að bjóða sig fram í prófkjörinu og taka þátt. Kjósum réttlæti og samúð með lítilmagnanum, kjósum Samfylkinguna til áhrifa í Mosfellsbæ fyrir betra samfélagi.

Greinarhöfundur býr og starfar í Mosfellsbæ.


Besta byrjun Spurs í 49 ár!!!!!!!!!!!!!!

Þessi frétt inniheldur veigamikla villu. Byrjunin a þessu tímabili er sú besta í 49 ár hjá Spurs frá tímabilinu 1960-61! Rétt er að það tímabil vann Lundúnaliðið tvöfalt!! Tímabilið 1961-62 vann liðið bikarinn og náði undanúrslitum í Evrópubikarnum. Rétt skal vera rétt.

 


mbl.is Besta byrjun Tottenham í 49 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál!

Sakar engan að vera án kúamjólkur, nema að sjálfsögðu kálfa ;)

 


mbl.is Enginn skortur á mjólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægar kosningar

Góðir landsmenn, nú ganga í garð sennilega mikilvægustu kosningar frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Mikilvægt er að sú upphreinsun sem hafin er haldi áfram eftir kosningar, hönd í hönd við uppbyggingu efnahags landsins eftir hrunið mikla. Það var mikið reiðarslag að íhaldið kom í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og ekki minnst kosningalöggjöf, sem opnaði á persónukjör. Persónukjörið er nefnilega að mínu mati, einhver mikilvægasta breyting, sem þörf er á til að minnka vægi flokksræðis. Stjórnmálamenn hafa á síðustu dögum verið í önnum við að segja okkur hversu mikilvægt það er að kjósa þann flokk sem þeir tilheyra. Fáar trúverðugar lausnir eru þó bornar á borð og mikið um sígild kosningaloforð sem hverfa eins og dögg fyrir sólu að kosningum afstöðnum. Að mínu mati eru lausnir Samfylkingarinnar í efnahags-, atvinnu-, og velferðarmálum þær einu sem eru trúverðugar og til þess fallnar að skapa langtíma grundvöll fyrir uppbyggingu á réttlátara samfélagi. Ég segi því X-S og vonast til að sem flestir sjái sér fært að veita Samfylkingunni liðfylgi á þessum mikilvægu tímamótum í lýðveldissögu Íslands. X-S

 

Kveðja, Jónas Rafnar

 


Meira bullið.

Það er alveg ótrúlegt hversu mikið fréttamennsku hefur sett niður. Næst skrifa þeir um tröll og huldufólk sem dansi á götum úti og kveiki í öllu lauslegu og ísbirni sem leggist á fólk við tjörnina.

Kv. Jónas Rafnar


mbl.is Wall Street á túndrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir, ekki blekkja þjóðina meir.

Geir segir:

Það var í sjálfu sér eðlilegt og ekki hægt að kenna þeirri stefnu um, enda bætti hún lífskjörin hér stórlega í mörg ár. En þarna ætluðu menn sér um of, og því voru menn óviðbúnir þegar fjármálaóviðrið skall á okkur. Þegar þarna var komið sögu, um mánaðamótin september-október, var staðan sú að við vorum ekki fær um að bjarga þessu kerfi.

Ekki bætti svo úr skák hvernig Bretar höguðu sér, bæði með beitingu hryðjuverkalaganna og hvernig starfsemi Kaupþings í Bretlandi var tekin yfir, sem að stofni til var 100 ára gamall breskur banki. Sú staða kom okkur gersamlega í opna skjöldu, við töldum að Kaupþing myndi lifa þetta af, alveg fram á síðustu stundu," segir Geir í ítarlegri umfjöllun Morgunblaðsins.

  Áttu nú bankarnir að vera viðbúnir beitingu hryðjuverkalaganna? Hvers vegna skyldi bretinn hafa beitt þeim? Ætli Geir viti ekki manna best um það enda átti hann í viðræðum við forráðamenn breta klukkutímum áður en ríkistjórnin setti á neyðarlög til að komast hjá því að ábyrgjast gömlu bankana. Er ekki nokkuð ljóst að fyrsta "strategía" Geirs og kó var að reyna að koma sér undan að ábyrgjast nokkurn skapaðan hlut og þess vegna beitti bretinn hryðjuverkalöggjöf sinni. Hefði bretinn beitt þessari löggjöf ef ríkisstjórn Íslands hefði ekki sett á neyðarlögin? Hefði þá ekki Kauðþing lifað og jafnvel Landsbankinn líka? Þetta er lykilatriði sem þarf að rannsaka nánar.


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargráðasjóður heimilana

Ég er að velta fyrir mér hvort að það væri ekki bjargráð fyrir ríkisstjórnina að leggja um 10 milljarða í bjargráðasjóð til að veita fólki í tímabundnum greiðsluerfiðleikum lán á föstum vöxtum (hugsanlega 10%) án afborgana í 1 - 3 ár. Á þann hátt getur fólk tryggt sér að ekki verði gengið að eignum þess þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sökum atvinnuleysis, hækkunar afborgana lána ofl. Þegar ástandið í þjóðfélaginu batnar getur fólk greitt þetta tilbaka á nokkrum árum og hugsanlega endurfjármagnað í gegnum Íbúðarlánasjóð þegar veðhlutfall batnar í fasteignum viðkomandi og afborganir lána lækka vegna styrkingu krónunnar eða upptöku nýs gjaldmiðils. Með þessu móti væri mögulegt á sanngjarnan hátt að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila. Þessi aðferð er einföld og þarfnast ekki inngrip í vísitölutryggingu lána.

 


Alvöru lýðræði, alvöru kosningar!

Í huga mér er það allra mikilvægasta skrefið í átt að alvöru lýðræði á Íslandi að breyta framkvæmd kosninga, til að koma í veg fyrir ríkjandi flokksræði, á þann veg að opin prófkjör fari fram samhliða kosningum til alþingis.

Á kjördegi geti kjósendur skipt atkvæði sínu, óháð listum/flokkum, á 15 til 20 frambjóðendur eða valið sérstakann lista/flokk.

Til þess að geta sett nafn sitt á lista flokks eða sem óháður þyrfti viðkomandi frambjóðandi að hafa safnað t.d. 1.500 meðmælum. Hver flokkur gæti stillt upp sínum frambjóðendum í röð, sem kjósendur geta samþykkt með því að velja listann. Það myndi jafngilda því að velja fyrstu 15-20 frambjóðendur listans, sem kosinn er. Með þessu fyrirkomulagi er enginn öruggur með þingsæti fyrr en öll atkvæði hafa verið talin og flokkarnir ættu hægara um vik að koma sama fólkinu sífellt í öruggt skjól.

Þetta gæfi kjósendum betri möguleika til að hafa áhrif á hverjir eru kosnir á alþingi, óháð listum og í raun koma í veg fyrir að rótgrónir "flokksmenn" komist sífellt á þing í skjóli lokaðs prófkjörs eða uppsetningu að hálfu flokksstjórnar.

Allar þær breytingar til betri stjórnarhátta og siðmenningar í stjórnmálum á Íslandi, sem eru aðkallandi, eru að mínu mati undir því komnar að breyta fyrirkomulagi kosninga til alþingis í átt að virkari lýðræði. Lýðræði sem valdið getur ekki afskræmt.

 Þetta er að mínu mati mikilvægara en sú sjálfsskoðun, sem yfirvaldið hefur skipað á sjálfu sér. Það getur bara eitt komið út úr henni og við vitum það innst inni öll sömul.

 Gott og farsælt nýtt ár!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband