Spilling, klíkuskapur og siðleysi.

Jæja, þá er komið að fyrsta bloggi undirritaðs. Ég hefst handa við það, sem mér er hugleikast akkurat núna. Ég fer mér þó hægt um "gleðinnar" dyr og læt vera að koma með nokkur dæmi að þessu sinni, enda eru þau mörg afar augljós.

Það er sífellt að koma betur í ljós siðleysi, spilling, klíkuskapur og römm hagsmunagæsla í íslensku samfélagi. Á þetta sérstaklega við aðila í viðskipalífinu og stjórnmálum, en einnig við almenna borgara. Það að fjölmörg dæmi eru augljós sýnir siðleysi aðila, þar sem vafasamir gjörningar eru gerðir fyrir opnum dyrum! Þykir mér nóg komið. Það sem fyrst ber að gera til að breyta þessu er að fá ný stjórnmálaöfl við stjórn landsins. Ábyrgð okkar almennu borgara er þó afar veigamikil.  Við þufum að sýna gott fordæmi og hætta að láta allt yfir okkur ganga. Mótmælum misrétti, spillingu og "fasistiskri" hagsmunagæslu með því að hafna núverandi valdhöfum. Rekum spillingu á hafsauga!

  

  


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Seint blogga sumir en blogga þó

Hans Jörgen Hansen, 27.4.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband