Jafnréttisfræðsla eða heilaþvottur!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, talsmaður femínistafélagsins, segir meðal annars í  pistli sínum, er ber fyrirsögnina "Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott":

"Hins vegar var ekki eins gaman að sjá að fleiri unglingar nú en áður telja að konan eigi að sjá um þvottinn! Það er mjög skrýtið að börn fái ekki markvissa jafnréttisfræðslu í grunnskóla og að kynjafræði er ekki kennd í Kennó."

Ég er jafnréttissinnaður, en maður spyr sig hvort þetta sé ekki mergur málsins. Fjallar jafnréttisfræðsla um heilaþvott? Eiga kynin að hugsa og meina á einhvern sérstakan hátt, sem femínistum er þóknanlegur? Má fólk ekki hafa eigin skoðanir, sem koma ósköp eðlilega innanfrá?

 Ég bara velti þessu fyrir mér.........Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband