Færsluflokkur: Bloggar
14.9.2007 | 16:40
Boðflennur á ferð í Norður-Lundúnum
Á morgun tekur stolt Norður-Lundúna á móti boðflennunum frá Woolwich í Suður-Lundúnum! Það er kominn tími á að hinir hvítklæddu lúskri á ryðguðu fallbyssunum, sem einhverja hluta vegna voru ekki fargað strax eftir fyrri heimsstyrjöldina, árið 1919 þegar Woolwich Arsenal svindlaði sér inn í efstu deild.
Það verður ískrandi hljóð í sundurtættum fallbyssumálmi þegar hinir stoltu hanar tæta þær í sig og senda aftur suður á boginn með ruslabílum Lundúnaborgar.
Come on you mighty Spurs!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 23:27
Of eða van
Það er annaðhvort of eða van.
Til margra ára hefur verið of lítil löggæsla í miðborg Reykjavíkur. Nú er allt í einu spítt í lófana og sérsveit lögreglunnar sett inn í hasarstíl. Fleiri handteknir fyrir að míga utandyra á einni helgi, en allt síðasta ár! Hvað svo? Á að halda þessu áfram af sama krafti, eða er þetta bara PR stunt borgaryfirvalda of dómsmálaráðherra?
Það verður áhugavert að fylgjast með framvindunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 21:09
Til Hamingju Mosfellsbær
Má til með að óska Mosfellsbæ til hamingju með tvítugsafmælið!
Húrra, húrra, húrra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 21:07
Kópavogs klúður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 23:27
Super Spurs
Tottenham vann en Villa gerði jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 09:21
Ríkisborgararéttur maka Íslendinga, sem ekki hafa fyllt 24 vetur .
Það hlýtur núna að vera greið leið fyrir maka Íslendinga, sem ekki hafa náð 24 ára aldri, sem synjað hefur verið um ríkisfang á Íslandi, að sækja bara um í gegnum allsherjarnefnd Alþingis! Gefa upp skert ferðafrelsi, sem megin forsendu umsóknar og málið er dautt! Eða hvað? Þessi blessaða stúlka frá Gvatimala hefur ekki náð 24 ára aldri og hún er í tillegg ekki gift Íslendingi. Hún fær samt samþykkta umsókn og þar af leiðandi ætti ekki að vera torvelt fyrir aðra, sem í þokkabót eru kvæntir Íslendingi að fá íslenskt ríkisfang. Talandi um gegnsæjar reglur og ferli. Frumskógur eða hvað? ;-)
Ég fagna nýju blóði í flóru íslendinga. Minnkar hættu á úrkynjun!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 08:51
Jafnréttisfræðsla eða heilaþvottur!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, talsmaður femínistafélagsins, segir meðal annars í pistli sínum, er ber fyrirsögnina "Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott":
"Hins vegar var ekki eins gaman að sjá að fleiri unglingar nú en áður telja að konan eigi að sjá um þvottinn! Það er mjög skrýtið að börn fái ekki markvissa jafnréttisfræðslu í grunnskóla og að kynjafræði er ekki kennd í Kennó."
Ég er jafnréttissinnaður, en maður spyr sig hvort þetta sé ekki mergur málsins. Fjallar jafnréttisfræðsla um heilaþvott? Eiga kynin að hugsa og meina á einhvern sérstakan hátt, sem femínistum er þóknanlegur? Má fólk ekki hafa eigin skoðanir, sem koma ósköp eðlilega innanfrá?
Ég bara velti þessu fyrir mér.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 10:06
Spilling, klíkuskapur og siðleysi.
Jæja, þá er komið að fyrsta bloggi undirritaðs. Ég hefst handa við það, sem mér er hugleikast akkurat núna. Ég fer mér þó hægt um "gleðinnar" dyr og læt vera að koma með nokkur dæmi að þessu sinni, enda eru þau mörg afar augljós.
Það er sífellt að koma betur í ljós siðleysi, spilling, klíkuskapur og römm hagsmunagæsla í íslensku samfélagi. Á þetta sérstaklega við aðila í viðskipalífinu og stjórnmálum, en einnig við almenna borgara. Það að fjölmörg dæmi eru augljós sýnir siðleysi aðila, þar sem vafasamir gjörningar eru gerðir fyrir opnum dyrum! Þykir mér nóg komið. Það sem fyrst ber að gera til að breyta þessu er að fá ný stjórnmálaöfl við stjórn landsins. Ábyrgð okkar almennu borgara er þó afar veigamikil. Við þufum að sýna gott fordæmi og hætta að láta allt yfir okkur ganga. Mótmælum misrétti, spillingu og "fasistiskri" hagsmunagæslu með því að hafna núverandi valdhöfum. Rekum spillingu á hafsauga!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)